febrúar, 2006

Til varnar Davíð

blog

Álitshafar éta það nú upp hver eftir öðrum að fylgi Sjálfstæðisflokks hafi aukist mikið við að losna við Davíð Oddsson og sókn hans sé mikil inná miðjuna. Þetta er ljótur leikur þegar menn vita að seðlabankastjóri getur ekki varið hendur sínar og helsti talsmaður hans múlbundinn í Hæstarétti. Þessar túlkanir, sem bersýnilega eru að undirlagi Geirs Haarde og félaga, eru ekki aðeins ósanngjarnar gagnvart Davíð  heldur beinlínis rangar.

 

Allir sem eitthvað þekkja til stjórnmála vita að þar er reikningsárið kjörtímabilið og þróun er borin saman frá einu kjörtímabili til annars. Í áreiðanlegri 6000 manna könnun Gallup í janúar mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 42% fylgi. Í sama mánuði 2002 mældist hann með sama fyli hjá sama könnunarfyrirtæki. VG og Framsókn mælast nú með tæplega 2-3% minna fylgi hvor en þá, en breyting Frjálslyndra er innan skekkjumarka, eða lækkun um 1%. Eina verulega breytingin er að fylgi Samfylkingar er nú 27% en var þá aðeins 20% og er þannig þriðjungi meira. Allir vita svo að sterk staða Samfylkingar í sveitarstjórnarmálum, glæsileg prókjör o.fl. mun auka fylgi hennar frameftir árinu með sama hætti og 2002.

Þegar fylgisbreytingar milli mánaða verða ímyndunarafli manna efni til dramatískra kenninga um ris og hnig í stjórnmálum er það yfirleitt til marks um að þeir hafi of lítið fyrir stafni hvunndags og leiðist fréttaleysið í littlum bæ.