Fyrsta netprófkjörið

blog

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram 11. nóvember.
Flokksbundið Samfylkingarfólk getur kosið á internetinu, hvar í
heiminum sem það er statt. Þetta er eftir því sem við best vitum fyrsta
netprófkjör í heiminum. Þeir flokksmenn sem eru skráðir rétthafar
gsm-síma fá þá send aðgangsorð í símann sinn.

Óflokksbundnir stuðningsmenn, sem orðnir verða 18 ára þann 11.
nóvember, geta einnig kosið en þá með því að mæta á kjörstaðinn í
Þróttarheimilinu í Laugardal og fylla út stuðningsyfirlýsingu við
stefnu Samfylkingarinnar.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður haldin á skrifstofu Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, frá og með 30. október.

Frá 30. október til 3. nóvember er opið á kjörstað frá kl. 10-17.

Frá og með laugardeginum 4. nóvember er opið sem hér segir:
4. og 5. nóvember kl. 12-16;
6.-9. nóvember kl. 10-18;
10. nóvember kl. 12-20;
11. nóvember fer fram prófkjör í félagsheimili Þróttar í Laugardal kl. 10-18.

Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagsmenn í Samfylkingunni
með lögheimili í Reykjavík. Félagar í Samfylkingunni sem eiga
lögheimili í Reykjavík en eru búsettir erlendis geta tekið þátt en
þurfa að skila beiðni um að fá sendan kjörseðil Slík beiðni þarf að
hafa borist eigi síðar en 4. nóvember nk.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Samfylkingarinnar, samfylking.is.