Kosningin er hafin!

blog

Kosning í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hófst mánudaginn 30. okt.

Kosið er utan kjörfundar á flokksskrifstofunni, að Hallveigarstíg 1,  alla daga vikunnar sem hér segir:

30. okt. – 3. nóv. kl. 10-17,

4. og 5. nóv. kl. 12-16,

6.-9. nóv. kl. 10-18 og

10. nóv. kl. 12-20.

Flokksbundið fólk og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta kosið í prófkjörinu en stuðningsyfirlýsingunni verður eytt eftir kosningar. Merkja á í númeraröð við átta frambjóðendur og hafa þau Ingibjörg Sólrún, Össur og Jóhanna ein gefið kost á sér í fyrstu þrjú sætin. Sjálfur sækist ég eftir fjórða sætinu og þætti vænt um stuðning þinn og þinna. Kjörstjórn leggur áherslu á að þeir sem taka þátt í prófkjörinu hafi kynjasjónarmið í huga við val sitt.  

Lokakjördagur er 11. nóvember og fer prófkjörið fram í félagsheimili Þróttar í Laugardal kl.10-18