Í dag er 12. maí

blog

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hafa stjórnarflokkarnir aðeins 43% fylgi og myndu því missa meirihluta sinn ef kosið væri í dag. Samfylkingin er nærri kjörfylgi sínu með rúm 30%. En það eru ekki kannanir heldur kosningar sem úrslitum ráða og í dag leggum við grunninn að 12. maí í vor.

Í Þróttaraheimilinu gengt Laugardalshöllinni geta í dag allir sem lýsa stuðningi við Samfylkinguna á staðnum, tekið þátt í að velja framboðslista okkar í maí. Ég hvet þig til að taka þátt í sókn okkar, um leið og ég bið um stuðning þinn í 4. sæti. Saman skulum við leiða jöfnuð, stöðugleika og umhverfisvernd til öndvegis við stjórn landsins.