Aldrei aftur Írak

blog

ein versta ákvörðun í utanríkismálum íslands, ef ekki sú versta, er
auvitað stuðningurinn við innrásina í írak. áður en hún var tekin hefði
engum dottið í hug að við ættum eftir að verða aðilar að ólögmætu
árásarstríði með þeim hætti. það samræmist einfaldlega ekki sjálfsmynd
okkar sem herlausrar og friðsamrar þjóðar að blessa þannig hræðilegar
afleiðingar árásarstríðs.

ákvörðun þeirra davíðs oddssonar og halldórs ásgrímssonar um að blanda
okkur öllum í þessa ógæfuför var að mörgu leyti skólabókardæmi um
vondar ákvarðanir. höfundar stjórnarskrár okkar og laga höfðu ekki
hugmyndaflug til að setja sérstök ákvæði um hvernig taka ætti ákvörðun
um aðild íslands að stríði. og þetta tómarúm nýttu tveir menn sér til
að skuldbinda þjóðina, gegn vilja hennar, vegna innrás í annað land. þá
lágmarksreglu að bera ákvörðunina undir utanríkismálanefnd alþingis
brutu þeir jafnvel og þó er hún sett vegna þeirrar reynslu mannanna að
mikilvægar ákvarðanir eiga fleiri en tveir að taka, ef vel á að fara.

ófriðargæslan

þó myllur lýðræðisins mali stundum hægt þá mala þær þó og það er
eftirtektarvert að þeir sem þessa vondu ákvörðun tóku kusu báðir að
leita eftir störfum á öðrum vettvangi á síðasta kjörtímabili. við er
tekin ný ríkisstjórn sem harmar ástandið og vill leggja sitt að mörkum
fyrir hönd okkar íslendinga til að stuðla að uppbyggingu og
mannúðarstarfi á svæðinu. þá hyggst utanríkisráðherra ekki endurnýja í
stöðu upplýsingafulltrúa í írak og hefur tilkynnt þá ákvörðun við litla
hrifningu yfirhershöfðingjans. þessu tengd var svo heimsókn nýs
utanríkisráðherra til miðausturlanda í sumar þar sem hún m.a. kynnti
sér hagi flóttamanna frá írak í jórdaníu og undirstrikaði siðferðilega
ábyrgð okkar á stöðu þeirra. að ógleymdri þeirri áherslu sem ingibjörg
sólrún lagði á vandann í ísrael og palestínu og skyldu okkar til að
stuðla eftir föngum að friðsamlegri lausn. og við sjáum líka nýjar
áherslur í friðargæslunni um mannúðarstarf og þróunarsamvinnu í stað
þeirrar tilhneigingar sem var til byssuleikja í því starfi.

loksins sjálfstæð?

allt gefur þetta okkur tilefni til bjartsýni um íslenska
utanríkisstefnu. og þá ekki síður friðvænleg þróun í okkar heimshluta
og gleðileg og löngu tímabær brottför bandaríska hersins frá íslandi og
uppbygging menntastofnunar á miðnesheiði.

og nú er ætlunin að efna til umræðna um starf okkar í alþjóðamálum og
til hvers við erum í framboði til öryggisráðs s.þ. en það var harla
óljóst meðan utanríkisstefna okkar var fengin frá bandaríkjunum. en
slíkt framboð gæti öðlast tilgang ef okkur ber gæfa til að þróa
sjálfstæða utanríkisstefnu, einsog margt bendir til. 

við íslendingar höfum alla burði til að leggja verulega af mörkum í
alþjóðastarfi. auðlegð okkar gerir þá siðferðiskröfu til okkar að við
uppfyllum viðmið alþjóðasamfélagsins um framlög til fátækra þjóða og
það er fagnaðarefni að hvert skrefið af öðru er nú stigið í þá átt.
lýðræðishefð okkar og virðing fyrir mannréttindum eru líka hluti
þeirrar auðlegðar sem við eigum að leggja metnað okkar í að miðla. við
þurfum að láta af einangrunartilhneigingu en taka óhikað virkan þátt í
alþjóðasamstarfi eins og evrópusamstarfinu enda sýnir árangur okkar hér
heima og erlendis ótvírætt að við þurfum ekki að óttast um hlut okkar í
alþjóðasamstarfi. með því móti stuðlum við best að friðsamlegri sambúð
þjóða , en til að eiga erindi á alþjóðavettvangi verðum við að vita
hvað við viljum og tala skýrt. aldrei aftur írak.

(pistill þessi birtist í blaðinu 08.09.07)