Skrattinn og loftslagið

blog

skrattinn er óskemmtilegt veggskraut, sagði einhver um
loftslagsumræðuna þegar hægri menn töldu áhyggjur vísindamanna óþarfar.
spár um mikla hlýnun og alvarlegar afleiðingar hennar voru fyrir örfáum
árum taldar hrakspár og svartsýni af æðstu ráðamönnum. nú deilir enginn
um loftslagsbreytingar og alvarleika þeirra og í vikunni áttum við
ágætar utandagskrárumræður um málið.

of rúmar heimildir

þegar gaman er að lifa finnst manni árin fljúga hjá. þannig kom það
mér óþægilega á óvart þegar ég rifjaði upp fyrir sjálfum mér að liðin
eru tíu ár frá því kyoto samningurinn var gerður. þar fengu íslendingar
mjög rúmar heimildir til að menga andrúmsloftið, bæði almennt og
sérstaklega fyrir stóriðju. þær heimildir hafa verið allt of rúmar því
í áratug höfum við ekkert þurft að gera til að draga úr mengun heldur
höfum við haldið áfram að menga og auka mengun ár frá ári. samt eru
allir sammála um ógnina og mikilvægi þess að við gerum eitthvað í
henni. og þó líða tíu ár án þess að við höfumst nokkuð að sem heitið
getur. samt erum við ein af auðugustu og upplýstustu þjóðum heims og í
hópi þeirra sem ætla mætti að bregðist fyrst við. kannski það taki
heiminn hálfa öld að bregðast við aðsteðjandi hættu.

það er þó ekki svo að ekkert  jákvætt hafi gerst. það má nefna
vetnisstrætó og -stöðvar í reykjavík og skyld verkefni, s.s. skattleysi
vetnisbíla. flest er það þó bundið við áhuga okkar á töfralausnum
framtíðarinnar en að gera eitthvað núna strax þykir okkur ekki eins
spennandi. talandi dæmi um það er að ennþá gefum við sérstakan afslátt
af eyðslufrekustu bílunum á þeirri forsendu að þeir séu
landbúnaðartæki!

vonandi er þetta þó að breytast og það var mikilvægt að sjá
loftslagsmálum gert hátt undir höfði, bæði í stjórnarsáttmála og
stefnuræðu forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar. ákvarðanir
reykjavíkur og akureyrar um frítt í strætó, ókeypis bílastæði fyrir
vistvæna bíla og vinna fjármálaráðuneytisins við að endurskoðun
eldsneytisskatta eru líka dæmi um skref sem vekja vonir um að tími
aðgerða sé að renna upp.

2050 hvað?

það er ekki út í hött að spyrja sig hvort það taki heiminn hálfa öld
að bregðast við. við íslendingar og fleiri þjóðir höfum sett okkur
markmið um árangur í mengunarmálum árið 2050 – að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda um 50-75%. þó það sé góðra gjalda vert að ætla að
minnka losun einhvern tíma seinna þá er það langt frá því að vera nóg.
enda vinnur ríkisstjórnin að því að setja okkur markmið til skemmri
tíma, eða á næsta áratug. þegar við setjum okkur þau hljótum við að
líta til þeirra markmiða sem evrópusambandið hefur sett sér um að draga
úr mengun um 1/5 hluta fyrir 2020 og séu aðrir tilbúnir til að ganga
lengra muni ekki standa á evrópu í að gera það. við íslendingar getum
ekki verið eftirbátar evrópusambandsins og hljótum að lágmarki að setja
okkur sömu markmið. til að ná þeim þurfum við að hefjast handa því
slíkur árangur næst ekki að sjálfu sér. við hljótum líka að spyrja
hvort markmið okkar til lengri tíma um 50-75% samdrátt séu nægilega
metnaðarfull þegar við sjáum norðmenn setja sér mark um algjöran
samdrátt eða 0% nettó losun, m.a. með aðgerðum í þróunarríkjunum. en
brýnast er að byrja!

(pistill þessi birtist í blaðinu 20.10.07)