Flokksvalið hefst á miðnætti, utankjörstaðakosning í dag

blog

Rafræn kosning í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík hefst á miðnætti í kvöld og hún stendur yfir til klukkan 18. laugardaginn 17. nóvember. Ég óska eftir stuðningi í 2. sætið og þar með efsta sætið í öðru hvoru kjördæminu.

Leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að við að kjósa á netinu er að finna hér á heimasíðu Samfylkingarinnar.

Þeir sem þurfa aðstoð við kosninguna og eins þeir sem ekki nota heimabanka eða hafa ekki aðgang að tölvu geta kosið í Laugardalshöll á laugardeginum. Þar verður opið frá klukkan 10-18.

Síðasti dagur utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar er í dag; þá er hægt að kjósa á skrifstofum Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1 frá klukkan 16-19.

Hér er hægt að kynna sér frambjóðendur í flokksvalinu á heimasíðu Samfylkingarinnar og lesa kynningarblað sem dreift var með Fréttablaðinu á dögunum.