Flokksvalið stendur yfir – takið þátt

blog

Netkosning í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík stendur nú yfir og lýkur á morgun, laugardag, klukkan 18.

Á morgun geta þeir sem þurfa aðstoð við kosninguna, hafa ekki aðgang að tölvu og heimabanka eða vilja ekki kjósa rafrænt farið í Laugardalshöllina og kosið þar. Opið verður frá 10-18.

Leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að við að kjósa á netinu er að finna hér á heimasíðu Samfylkingarinnar.

Fyrsta skref er að fara inn á samfylking.is

Þar er smellt á hnappinn/hlekkinn Flokksval 2012

Þá flyst kjósandinn á síðu þar sem hann á að slá inn kennitölu sína.

Að því loknu er lykilorð sent sem rafrænt skjal í heimabanka kjósandans. Næsta skref er því að skrá sig inn á heimabankann sinn og sækja lykilorðið. Nokkur tími getur liðið þar til lykilorðið birtist í heimabankanum. Það finnur maður í yfirliti yfir rafræn skjöl eða netyfirliti.  Á Flokksvalssíðunni á vef Samfylkingarinnar geta kjósendur nálgast leiðbeiningar um hvar lykilorðið er að finna en það er nokkuð mismunandi eftir bankastofnunum hvernig uppsetningunni í heimabönkunum er háttað.

Þegar lykilorðið hefur birst er heimabankanum er það afritað eða slegið inn í gluggann á Flokksvalssíðunni. Þá er hægt að opna kjörseðil.

Þar eru  nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem dregið hefur verið um. Þarna á kjósandi að raða frambjóðendum í sæti 1-8. Ég bið um stuðning í 2. sætið.