Framsóknarflokkurinn í málþófi gegn eigin kosningaloforðum!

Uncategorized

Ég átti orðastað við formann Framsóknarflokksins á Alþingi í gær um þá stöðu sem flokkur hans er kominn í. Ný stjórnarskrá frá sérstöku stjórnlagaþingi, auknar þjóðaratkvæðagreiðslur og jöfnun vægis atkvæða voru meðal kosningaloforða Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Nú er flokkurinn lagstur í málþóf gegn þessum loforðum sínum! Þegar sjálfstæðismenn héldu þinginu í gíslingu með málþófi sínu fyrir kosningarnar 2009 var annað hljóð í framsóknarmönnum. Þá sagði Framsókn að Sjálfstæðisflokkurinn stæði í málþófi í stjórnarskrármálinu því að hann óttaðist það eins og pestina að fólkið fengi valdið. Hver er það sem óttast vald fólksins nú?

Hægt er að sjá þessi orðaskipti okkar Sigmundar Davíðs á YouTube með því að smella hér.