Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna loksins lögfestur

Uncategorized

Stórt skref var stigið á Alþingi í gær í að tryggja með fullnægjandi hætti réttindi barna á Íslandi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var loksins lögfestur þegar frumvarp mitt og fleiri þingmanna þess efnis var samþykkt með 46 samhljóða atkvæðum. Lögfesting sáttmálans hefur verið lengi til umræðu og margir aðilar komið að málinu á síðustu árum. Meðflutningsmönnum frumvarpsins nú og fyrri flutningsmönnum sams konar mála ber að þakka fyrir þeirra framlag. Sú samstaða sem náðist um málið er afar ánægjuleg og vonandi fyrirheit um það sem koma skal við löggildingu annarra mikilvægra mannréttindasáttmála, svo sem Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.