Ég vil benda þeim sem vilja styðja verðugt málefni á þessar upplýsingar sem hér fylgja á eftir:
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja . Nú ætlum við að leggjast á eitt og safna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur voru haldnir í Bústaðarkirkju síðastliðinn miðvikudag. Þeir sem misstu af tónleikunum en vilja leggja þessu málefni lið, geta lagt inná þennan reikning: 525-14-102022 og kt: 200502-2130