október, 2009

Óreiðuskuldir hrunsins

blog

Stærsta einstaka skuldin sem Íslendingar þurfa að greiða vegna hrunsins er afskriftareikningur Seðlabanka Íslands frá stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Til að forða Seðlabanka Íslands frá gjaldþroti, þurfti ríkissjóður að leysa til sín tapaðar kröfur vegna fallinna fjármálastofnanna að andvirði 300 milljarða króna. Reikningurinn úr Seðlabankanum er 60 milljörðum hærri en fjárhæðin sem áætlað er að Icesave reikningurinn endi í með vöxtum. Ólíkt Icesave skuldbindingunum sem fyrst koma til greiðslu eftir sjö ár, þarf almenningur á Íslandi þegar í dag að blæða fyrir reikninginn úr Seðlabankanum í formi hækkaðra skatta og niðurskurðar velferðarþjónustu ríkisins. Skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu munu verða heilan áratug að vinna upp það tjón. Hollt er að hafa þetta í huga við lestur Morgunblaðsins þessa dagana.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. október sl.