Merki: ‘gjaldmiðill’

Það þarf að breyta kerfinu sem hrundi

Blaðagreinar

Í kjölfar hrunsins reis mjög hávær krafa í þjóðfélaginu um gagngerar breytingar á stjórnkerfinu. Það var sannarlega ætlun síðustu ríkisstjórnar að ráðast í slíkar breytingar. Um þúsund manns tóku þátt í þjóðfundi þar sem lýðræðisskipan landsins var rædd og í kjölfarið var kosið sérstakt stjórnlagaþing. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 undirstrikaðist skýr vilji þjóðarinnar til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar. Þessum leiðangri tókst því miður ekki að ljúka. Vonandi nær sú stjórnarskrárnefnd sem nú er að störfum saman um tillögur að nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni og sérstaklega það sem þjóðaratkvæðagreiðslur varðar. Hvort sem það tekst eða ekki er ljóst að tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá þurfa að vera forgangsmál í næstu kosningum og verða að veruleika á nýju kjörtímabili.

(meira…)