það er einfaldlega heilbrigð skynsemi að skipta um ríkisstjórn eftir 12
ára setu. það felur í senn í sér nauðsynlegt aðhald frá kjósendum og
varnar þeirri spillingu sem jafnan vex með langri valdasetu.
það er líka einfaldlega heilbrigð skynsemi sem segir okkur að nú sé
rétt að gera hlé á ríkisreknum stórframkvæmdum fyrir stóriðju. það er
það vegna þess að þenslan er of mikil og líka vegna þess að þau störf
sem íslenskt atvinnulíf sjálft getur skapað eru miklu áhugaverðari
fyrir ungu kynslóðina en stóriðjan. en það er líka heilbrigð skynsemi
vegna þess að við erum farin að ganga hættulega nærri náttúru landsins
og við þurfum að ákveða hvaða hluta landsins við viljum friða og eiga
þannig óspillta um aldur og ævi. ef við tökum okkur ekki hlé er hætt
við að fyrir skammtímagróða fórnum við náttúru- og umhverfisgæðum sem
við munum sjá eftir þann dag sem við fórnum þeim og alla daga þar
eftir.
lífskjör venjulegs fólks
það er líka bara heilbrigð skynsemi að vilja auka jöfnuð á íslandi.
einu sinni var það kommúnismi en nú er ójöfnuðurinn orðin svo mikill að
allt venjulegt fólk vill sporna við honum. enda er mesti kosturinn við
ísland og það að vera íslendingur sá jöfnuður sem hjá okkur hefur
verið, það jafningjasamfélag sem af jöfnuði leiddi og þessi ómetanlega
sannfæring um að allir hafi tækifæri og allir gert allt.
hver sem hugsar um alþjóðamál gerir sér grein fyrir því að við verðum
hluti alþjóðavæðingarinnar og að mestu skiptir að við höfum forystu um
það sjálf. það er þess vegna bara heilbrigð skynsemi að kalla eftir
stjórnvöldum sem taka vilja þátt í evrópusamvinnunni. enda bara
sjálfsagt mál að láta á það reyna í samningum hvort við getum náð fram
miklu hagstæðara matarverði og vöxtum fyrir venjulegt fólk. að ég nú
ekki tali um hin auknu útrásartækifæri íslenskra fyrirtækja og aukna
samkeppni í verði á vöru og þjónustu á íslandi sem af því myndi leiða.
til þess að fara að fullum krafti í evrópusamvinnuna þarf hins vegar
nýja ríkisstjórn sem endurheimtir stöðugleika í efnahagsmálum meðal
annars með þeim aga í ríkisfjármálum sem alveg hefur vantað síðustu ár
því í dag uppfyllum við ekki einu sinni skilyrðin fyrir því að taka upp
evruna. skynsemin segir okkur að tímabært sé að hverfa frá hinum eilífu
íslensku sveiflum í jafnari og stöðugri vöxt því sígandi lukka skapar
fjölskyldunum bestu lífskjörin.
velferð allra
það er ekkert ofstæki heldur hófsöm rökhyggja að álykta að það þurfi
að leggja meiri áherslu á velferðarmál en verið hefur. biðlistar
aldraðra, biðlistarnir á barna- og unglingageðdeild og blindu
skólabörnin eru bara nokkur dæmi um vanrækslu. það þarf heldur enga
öfga femínista til að sjá að aukinn launamunur kynjanna á síðustu 12
árum er falleinkunn fyrir ríkisstjórnina og sýnir með öðru að breytinga
er þörf.
það þarf sterkt afl með mikla kjölfestu til að breyta um stefnu. það
afl er samfylkingin sem jafnhliða breytingum mun standa vörð um frjáls
viðskipti, frelsi einstaklingsins og frumkvæði fólks og félaga. og svo
er það bara heilbrigð skynsemi að eftir 100 ár sé kominn tími til að
gera konu að forsætisráðherra okkar.
(þessi pistill birtist í blaðinu 12.05.07)