FÁTÆKT BARNA Á ÍSLANDI

blog

Í apríl 2005 lagði ég ásamt fleiri þingmönnum Samfylkingar fram beiðni um skýrslu frá forsætisráðherra er fjallaði um fátækt barna á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni, sem lögð var fram á Alþingi í desember á síðasta ári, kom fram að 6,6% íslenskra barna töldust búa við fátækt árið 2004, miðað við skilgreiningu OECD. Í ljós kom að staða Íslands hvað þetta varðar var góð miðað við önnur OECD ríki. Þegar kom að samanburði við hin Norðurlöndin, reyndist fátækt barna hins vegar vera mest á Íslandi.  Til að fylgja þessu máli eftir sendi ég fyrirspurn til Geirs H. Haarde forsætisráðherra, um fátækt barna og hvernig þróunin hafi verið hér á landi síðan 2004. Hér fylgir fyrirspurnin og svar forsætisráðherra.