Raflínur í jörð

blog

Á Alþingi hefur verið lögð fram tillaga til þingsályktunar um lagningu raflína í jörð og er ég fyrsti flutningsmaður hennar. Gagnrýni á sjónmengun af völdum háspennulína hefur vaxið samhliða aukinni raforkuframleiðslu. Það er því mikilvægt að fyrir liggi pólitísk stefnumörkun og að um hana náist góð sátt.

Þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn og stendur t.a.m. öll umhverfisnefnd þingsins að tillögunni. Verkefni eins og lagning raflína í jörð ætti að vera þverpólitískt og vænti ég þess að málið njóti víðtæks stuðnings í þinginu. Tillagan gerir ráð fyrir að nefnd hagsmunaaðila móti stefnu um hvernig leggja megi raflínur, sem nú eru ofan jarðar, í jörð á komandi árum og áratugum.

Tillöguna og greinargerð með henni má sjá hér.