14 – 1

blog

Auðlind okkar allra, fiskurinn í sjónum, skilaði sjávarútveginum 45 milljarða gróða árið eftir hrun, 2009. Fyrir þann gríðarlega hagnað greiðir hann 3 milljarða til almennings í veiðigjald, eða einn milljarð til eigandans fyrir hverja fjórtán sem hann tekur í hagnað. Það er verri meðferð á almenningi en íslenska landsliðið mátti þola gegn Dönum í versta ósigri íslenskrar knattspyrnusögu. Til glöggvunar er hreinn hagnaður sjávarútvegs nær hálf milljón á hvert heimili.

Að breyta þessum hlutaskiptum almennings og sjávarútvegsins kalla starfsmenn sægreifanna gjaldþrotaleið. Þó sér hvert barn að vel má una útveginum umtalsverðs hagnaðar, þó réttur verði hlutur almennings. Hitt er líklegra að verða gjaldþrotaleið ef leggja á meiri álögur á venjulegt fólk og fyrirtæki, í stað þess að sækja þann arð sem þjóðin á tilkall til af auðlind sinni.

Skýrsla Hagstofunnar um hag fiskveiða og fiskvinnslu 2009