Ég hef í dag beint fyrirspurn norrænu ríkisstjórnanna um vaxtakjör á láni Norðurlandanna til Íslands.
Vaxtakjörin á láninu til Íslands eru 3 mánaða EURIBOR vextir að viðbættu 2,75 prósentu álagi. Danmörk og Svíþjóð gerðu bæði tvíhliða lánasamninga við Írland þar sem vaxtakjörin eru 3 mánaða EURIBOR vextir að viðbættu 1 prósentu álagi.
Ég spyr ríkisstjórnirnar hvers vegna Íslandi bjóðist lakari vaxtakjör en Írlandi og hvort þær hyggist endurskoða vaxtakjörin á láni Íslands, sérstaklega í ljósi þess að skuldatryggingarálag Íslands sé lægra en Írlands.
Málið verður rætt á þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Finnlandi um mánaðamótin.
Hér má lesa fyrirspurnina, sem er lögð fram á sænsku. Smella hér