Lögfesting barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Uncategorized

Ég mælti í gær fyrir frumvarpi þess efnis að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði lögfestur á Íslandi. Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis en lögfestingin hefur enn ekki komið til framkvæmdar en sáttmálinn var staðfestur af Íslands hálfu 1992. Þó svo að börn á Íslandi búi við betri mannréttindi en gerist víðast hvar í heiminum teljum við flutningsmenn frumvarpsins, sem eru auk mín þingmennirnir Ólöf Nordal, Birkir Jón Jónsson, Margrét Tryggvadóttir og Álfheiður Ingadóttir, að mikilvægt sé að tryggja þann lagalega grundvöll sem sem mannréttindi þeirra hvíla á. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grundvallargagn í því efni.